Hvað get ég notað ef ég vil ekki nota Rapyd?
- Teya
- Landsbankinn
- Fjárflæði
- MyPOS
- Straumur
- Slize.me
Er Straumur tengdur Rapyd?
Nei, Straumur er ekki lengur tengdur Rapyd. Straumur tengist nú Adyen.
Hvað er Verifone?
Verifone er ekki færsluhirðir á Íslandi (þó fyrirtækið sé það sumstaðar erlendis). Á Íslandi er Verifone alltaf bara milliliður á milli söluaðila og færsluhirðis.
Þó það standi Verifone á posa verslunar þá segir það ekkert um færsluhirðinn þar sem Verifone leigir bara út posa en sér ekki um fæsluhirðingu.
Það er nánast aldrei lengur að hægt sé að sjá á posa hvort Rapyd sé færsluhirðirinn eða ekki þar sem Rapyd bað Verifone um að fjarlægja merki Rapyd af posum. Ef posarnir líta út eins og sá sem er hér fyrir neðan þá er gott að spyrja í viðkomandi verslun hvort að posinn sé tengdur Rapyd. Það er alls ekki víst að svo sé en það eru meiri líkur á því ef hann lítur svona út.
En þegar Verifone vörumerkið birtist í íslenskum netverslunum þá er alltaf um að ræða færsluhirðingu Landsbankans af þeirri einföldu ástæðu að færsluhirðing Landsbankans er sú eina á Íslandi sem nýtir þessa greiðslugátt hjá Verifone í netsölu.
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Verifone í [email protected]
Hvernig líta nýju Rapyd posarnir út?
Rapyd sagði upp samningi um að merki félagsins væri á posum sem fyrirtækið er með færsluhriðingu í gegnum Verifone. Ef posarnir líta út eins og sá sem er hér fyrir neðan þá er gott að spurja í viðkomandi verslun hvort að posinn sé tengdur Rapyd. Það er alls ekki víst að svo sé en það eru meiri líkur á því ef hann lítur svona út.